Forsíða2023-05-19T13:21:14+01:00

Við leggjum hita

…að fótum þér

Viltu láta leggja gólfhita hjá þér?

Frítt tilboð

Hiti í gólf

Hvað er betra en að ganga um á volgu gólfi? Hvað þá í votrýmum? Heit Gólf sérhæfir sig í að leggja hitalagnir í öll gólf. Gólfhitinn dreifist jafnt um rýmið og er því sniðug og hagkvæm lausn til að losa sig við ofnana. Gólfhita rörin geta síðan tengst hvaða gólfhitakerfi sem er.

0 kr.
fræsingin á m2 + vsk
0 kr.
flotun á m2 + vsk og efni
0%
hreinsun af ryki

Hvað gerum við?

Við sérhæfum okkur í að fræsa rásir í steypt og flotuð gólf með besta mögulega búnaði og mannskap. Búnaðurinn er búinn Hepa filterum* sem tryggir góð loftgæði á vinnusvæðinu. Við leggjum gólfhitalagnirnar og göngum frá tengingunni við heitt vatn en mikilvægt er að fá pípulagningamann til að ljúka við frágang samkvæmt reglugerð.

HEPA filter

Ýmsar agnir á borð við myglu og sveppagró geta leynst í rykinu þegar eldri gólf eru fræst. Almennar síur hindra ekki þessar fínu agnir sem eiga auðvelt með að berast milli rýma og í öndunarfærin okkar. HEPA filterinn hindrar þessar agnir og hreinsar allt að 99,7% af astma og ofnæmisvaldandi ögnum úr rykinu. Heit gólf hefur algjöra sérstöðu hvað þetta varðar á íslenskum markaði.
Nánari upplýsingar um Hepa filtera.

Spurt og svarað

Tengið þið pípulagnirnar við gólfhita kistuna ?2018-11-16T10:54:57+00:00

Nei, til þess þarft þú löggildan pípara.

Kemur ryk þegar fræst er fyrir lögnunum ?2018-11-16T10:57:21+00:00

Heba filterinn tryggir að nánast ekkert ryk kemur við verkið. Filterinn fjarlgæir einnig 99,7% af astma og ofnæmisvaldandi ögnum úr rykinu.

Hvað tekur þetta langan tíma ?2018-11-09T21:25:48+00:00

Verkið klárast yfirleitt á einum degi.

Hvað kostar að fræsa ?2023-11-01T11:59:00+00:00

Verðið er 5000 kr. án vsk. m2. Lágmarksgjald er 70.000 kr.

Innifalið í verðinu er allur akstur, vinnulaun, verkfæri og gólfhitalagnir.

Hvað kostar að flota?2019-08-15T14:38:41+01:00

Verðið er 2900 kr. án vsk. m2 + efniskostnaður.

Getið þið lagt gólflagnir fyrir mig ?2019-08-15T14:41:26+01:00

Já, við erum ekki bara í fræsingum. Við getum séð um að leggja fyrir þig allar gólflagnir og einnig hita þræði. Getum einnig séð um að flota fyrir þig gólfið.

Verkin tala

Sko ef einhvern vantar heitar lagnir eða flot á gólf heima hjá sér, þá eru þessir fáránlega fljótir, góðir og hagstæðir. Ég er ekki að segja þetta til þess að auglýsa þá, heldur bara massa sáttur kúnni, sem fór í milljón hringi með þetta áður en ég negldi þessa. Svo ef einhver vil spara sér tíma í að sigta úr torfinu þarna úti, þá mæli ég 100% með þeim.

Gísli Örn Garðarsson

Ég vill þakka ykkur fyrir vel unnið verk og góða þjónustu. Þeir hjá Heitum Gólfum komu til mín og fræstu fyrir gólfhita á 102 fermetrum af efri hæðinni. Samskipti voru bæði fagmanleg og ánægjuleg ásamt því að allar tímasetningar stóðust. Tækjabúnaður er öflugur og var fræsingin ryklaus. Ég er ekki með 3ja fasa rafmagn og það var því mikill kostur að þeir nota eigin rafstöð í vinnubílnum og þurfa ekki að tengjast rafmagnskerfi hússins. Þeir voru mjög sveigjanlegir og tóku vel í sérþarfir viðskiptavinarins s.s. að hafa þéttara lagnabil við útveggi og að fræsa fyrir 17mm gólfhitarörum í stað þess sem venja er.

Skúli Guðmundsson

Bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og fagleg vinnubrögð. Voru skotfljótir að fræsa og leggja hita í 70 fermetra og það ofan í grjótharða plötu. Það eru heldur engar ýkjur að húsið var töluvert hreinna þegar þeir voru búnir heldur en áður en þeir byrjuðu… með ólíkindum alveg… Ég gæti ekki verið sáttari og mæli 120% með þessu fyrirtæki.

Steindór Erlingsson

Frítt tilboð – Sendu okkur skilaboð

    Gæði út í gegn

    Vörumerki sem við notumst við í okkar þjónustu.

    Go to Top